Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 19:00 Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir viðskiptavini byrjaða að óska eftir og fá svokallaðan forsetaafslátt. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum. Bílar Forseti Íslands Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum.
Bílar Forseti Íslands Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira