Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 09:00 Nada Hafez fagnar sigri eftir hörkuleik á móti hinni bandarísku Elizabeth Tartakovsky. Getty/Carl Recine Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez) Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira
Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez)
Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira