Íslenski boltinn

KR-ingar féllu þegar þeir léku síðast níu leiki í röð án sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar hafa ekki unnið leik síðan 20. maí síðastliðinn. Þeir hafa enn ekki unnið heimaleik í sumar, í átta tilraunum.
KR-ingar hafa ekki unnið leik síðan 20. maí síðastliðinn. Þeir hafa enn ekki unnið heimaleik í sumar, í átta tilraunum. Vísir/Diego

KR lék í gær níunda leikinn í röð í Bestu deild karla í fótbolta án þess að ná að fagna sigri þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli á móti KA.

Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, er þar með ekki enn búinn að ná að vinna leik síðan að hann tók við sem þjálfari Vesturbæjarliðsins.

KR liðið lék líka án sigurs í þremur síðustu leikjum sínum undir stjórn forvera hans Gregg Ryder.

KR-ingar fögnuðu síðast sigri í leik á móti FH í Kaplakrika en hann fór fram 20. maí síðastliðinn.

Síðan eru liðnir sjötíu dagar og það verða liðnir 79 dagar frá sigrinum þegar KR spilar næst á móti HK 7. ágúst næstkomandi.

Frá því að deildin varð fyrst að tíu liða deild sumarið 1977 þá hafa KR-ingar aðeins einu sinni leikið fleiri leiki í röð á einu tímabili án þess að vinna.

Sumarið 1981 lék KR tólf leiki í röð án sigurs frá maí til ágúst.

KR-ingar féllu aftur á móti þegar þeir léku síðast níu leiki í röð án sigurs en það var sumarið 1977. KR lék níu leiki í röð án sigurs frá júní til ágúst 1977.

Þetta er næstlengsta bið eftir sigri í dögum talið. Því liðið beið í 90 daga eftir sigri sumarið 1981.

  • Flestir leikir í röð hjá KR án sigurs í nútímafótbolta (1977-2024):

  • 12 leikir - maí til ágúst 1981 (5 jafntefli, 7 töp)
  • 9 leikir - júní til ágúst 1977 (1 jafntefli, 8 töp)
  • 9 leikir - maí til ágúst 2024 (5 jafntefli, 4 töp)
  • 7 leikir - júní til júlí 1983 (5 jafntefli, 2 töp)
  • 7 leikir - maí ti júlí 20071 (1 jafntefli, 6 töp)
  • -
  • Flestir dagar milli KR sigra á tímabili í nútímafótbolta:

  • 90 dagar - 1981
  • 79 dagar - 2024 (fram að næsta leik)
  • 75 dagar - 2007
  • 65 dagar - 1977



Fleiri fréttir

Sjá meira


×