Ósáttur við dómarann: „Hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 22:20 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur við frammistöðu dómarans Guðmundar Páls Friðbertssonar í kvöld. vísir/diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3. „Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira
„Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira