Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 11:22 Eliza kveður Bessastaði á morgun. Eliza Reid Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira