Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:00 Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ræddi við Margréti Helgu um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46