Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:34 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ánægður með embættissetu Guðna. Vísir/Arnar Halldórsson Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira