„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:02 Guðlaug Edda gerði samlanda sína stolta í gær þegar hún sýndi mikla þrautseigju við erfiðar aðstæður. Lenti í slag í sundinu, datt af hjólinu en kláraði hlaupið af harðfylgi. Anne-Christine Poujoulat - Pool/Getty Images Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31