Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:22 Fregnir hafa borist af sniðgöngu annarra þátttakenda gagnvart keppendum Ísrael. AP/Eugene Hoshiko Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira