Fjarlægði númerið úr símaskránni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:14 Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson fjarlægði símanúmer sitt úr símaskránni þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar eftir að síminn hringdi á nóttunni og einhver sagðist ætla að nauðga konunni hans. Þorgrímur rifjar upp að tuttugu ár séu nú liðin síðan hann hætti störfum fyrir nefndina og segir að baráttunni gegn reykingum hafi fylgt ýmsar skuggahliðar. „Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“ Heilsa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
„Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“
Heilsa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira