Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2024 14:19 Viðmælendur fréttastofu voru ánægðir með embættisverk Guðna undanfarin átta ár. Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“ Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“
Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira