Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:00 Marie-Jose Perec og Teddy Riner kveiktu Ólympíueldinn sem var samt enginn eldur eftir allt saman. Getty/Carl Recine Það er margt öðruvísi en við erum vön á þessum sumarólympíuleikum. París hefur farið nýjar leiðir á mörgum sviðum og lagt ofurkapp á það að gera þessa leika að umhverfisvænum og hagkvæmum Ólympíuleikum. Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk) Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira
Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk)
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira