Staða Arnars hafði verið ótraust um hríð Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2024 10:46 Arnar stýrði sínum síðasta leik með Val í 4-1 tapi fyrir St. Mirren í Skotlandi í gær. Getty Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik. Valur tapaði 4-1 fyrir St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld og féll þannig úr keppni. Örfáum klukkustundum eftir leik tilkynnti knattspyrnudeild félagsins að Arnari Grétarssyni hefði verið sagt upp störfum og að Túfa myndi taka við. Samkvæmt heimildum Vísis hafði staða hans sem þjálfari Valsliðsins verið til alvarlegrar skoðunar í einhverjar vikur og var 4-1 tap fyrir Fram kornið sem fyllti mælinn. Valsmenn stukku til þegar ljóst var að Túfa væri að flytja heim og laus undan sínum samningi í Svíþjóð. Hann þjálfaði lið Skövde áður en hann sagði upp 15. júlí síðastliðinn og flutti til Íslands. Þetta rímar við orð formanns knattspyrnudeildar, Barkar Edvardssonar, sem sagði ástæðu þjálfarabreytingarinnar vera þá að almenn stefna Valsliðsins væri ekki rétt. Liðið væri á rangri leið. „Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin, “ var haft eftir Berki í yfirlýsingu Vals í gær. Túfa stýrir Val í fyrsta sinn gegn fyrrum félögum hans í KA. Liðin eigast við norðan heiða á þriðjudaginn næst komandi. Túfa var leikmaður KA frá 2006 til 2013 og var í þjálfarateymi liðsins til 2018, þar af sem aðalþjálfari frá 2015 til 2018. Arnar Grétarsson vildi ekki tjá sig um brotthvarfið frá Val að svo stöddu þegar íþróttadeild Vísis innti eftir slíku í morgun. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Valur tapaði 4-1 fyrir St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld og féll þannig úr keppni. Örfáum klukkustundum eftir leik tilkynnti knattspyrnudeild félagsins að Arnari Grétarssyni hefði verið sagt upp störfum og að Túfa myndi taka við. Samkvæmt heimildum Vísis hafði staða hans sem þjálfari Valsliðsins verið til alvarlegrar skoðunar í einhverjar vikur og var 4-1 tap fyrir Fram kornið sem fyllti mælinn. Valsmenn stukku til þegar ljóst var að Túfa væri að flytja heim og laus undan sínum samningi í Svíþjóð. Hann þjálfaði lið Skövde áður en hann sagði upp 15. júlí síðastliðinn og flutti til Íslands. Þetta rímar við orð formanns knattspyrnudeildar, Barkar Edvardssonar, sem sagði ástæðu þjálfarabreytingarinnar vera þá að almenn stefna Valsliðsins væri ekki rétt. Liðið væri á rangri leið. „Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin, “ var haft eftir Berki í yfirlýsingu Vals í gær. Túfa stýrir Val í fyrsta sinn gegn fyrrum félögum hans í KA. Liðin eigast við norðan heiða á þriðjudaginn næst komandi. Túfa var leikmaður KA frá 2006 til 2013 og var í þjálfarateymi liðsins til 2018, þar af sem aðalþjálfari frá 2015 til 2018. Arnar Grétarsson vildi ekki tjá sig um brotthvarfið frá Val að svo stöddu þegar íþróttadeild Vísis innti eftir slíku í morgun.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn