Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 15:04 Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi. AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira