„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Ólafur Björn Sverrisson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 2. ágúst 2024 18:01 Sif forsetaritari furðar sig á því að Halla hafi ekki verið aðalnúmerið í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Vísir Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“ Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“
Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira