Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 22:00 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“ Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“
Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33