Konur á bakvið glansmyndina sem líður alveg ofsalega illa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2024 11:38 Ingunn og Helga Lára hafa áhyggjur af aukinni pressu á ungar mæður. Reyndir mannauðsráðgjafar segja það áhyggjuefni hve mikil pressa sé á ungum mæðrum í dag og segja samfélagsmiðla þar hafa mest áhrif. Dæmi séu um að makar vilji að konur þeirra séu heima. Ráðgjafarnir segja staðreyndina sú að konur þurfi ekki að gera allt 150 prósent, líkt og gjarnan sé raunin. Rætt var við þær Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur og Helgu Láru Haarde mannauðsráðgjafa í Bítinu á Bylgjunni. Báðar skrifuðu þær sitthvora greinina á Vísi í síðustu viku þar sem þær sögðust merkja nýtt hljóð í ungum íslenskum mæðrum, sem væru að bugast við endurkomu í vinnu vegna nýrra krafna. Vilja að þær séu heima Ingunn Björk segist hafa merkt ný atriði í samtölum sínum við ungar mæður síðasta vetur. Þau snúi að kröfum á hendur þeirra sem hafi vakið mikla athygli hennar. „Nokkrar nefndu að makinn vil í raun og veru bara að þær séu heima. Þetta eru sannar sögur. Ég er ekki að skálda nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ingunn. Hún segir leikskóladæmið ekki ganga upp líkt og vitað sé og þá upplifi konurnar að þær séu að dragast aftur úr í launum og að barneignir hafi áhrif á frama þeirra. Það sé feimnismál sem þær veigri sér við að ræða við fjölskyldumeðlimi og vini. „Þær nefndu líka að það hefur alltaf verið erfitt að vera með ung börn, það hefur verið erfitt og krefjandi að vera ung móðir, við þekkjum það en það sem er nýtt það eru samfélagsmiðlar. Samfélagsmiðlarnir eru að hafa rosa neikvæð áhrif.“ Kröfurnar um að vera fullkomin í öllu Helga Lára tekur fram að hún styðji rétt kvenna til að vera heimavinnandi. Allar konur eigi að geta valið hvað þær geri. Kröfur á hendur kvenna nú séu hinsvegar þær að vera fullkomnar í þessu öllu. „Að vera fullkominn í vinnunni, með allt lífið tipp topp og að vera eiginlega heimavinnandi húsmóðir af því að þú gerir svo mikið heima. Eitthvað verður að gefa eftir.“ Helga Lára segist merkja fullkomnunaráráttu víða, margar konur tengi við hana og karlar líka. Margir vilji standa sig vel alls staðar en Helga segir að gæta þurfi þess að tala ekki um fullkomnunaráráttu sem geðröskun eða sjúkdóm, hún sé persónuleikaeinkenni. „Hún er bara þessi ríka þörf á að skara framúr, setja sér háleit markmið og þá myndi einhver spyrja: Bíddu, er það ekki bara flott? Er ekki flott að hafa metnað, standa sig vel og svona? Og það er rétt en neikvæðari hlið fullkomunaráráttu er sú að byggja sjálfsmatið og eigið virði á því hvernig manni tekst að ná markmiðunum, sem eru gjarnan óraunhæf.“ Þarf ekki að vera 100 prósent Helga Lára segir fullkomnunaráráttu ekki af hinu góða, heldur geti hún haft slæm áhrif á andlega heilsu. „Maður sér það að á bakvið glansmyndina eru oft konur sem líður alveg ofsalega illa. Þess vegna fannst mér mikilvægt að fylgja þessu eftir. Við þurfum aðeins að slaka á kröfunum, við þurfum bara aðeins að taka þær niður augnablik.“ Helga segist oft hitta konur í sínu starfi og segja við þær að það hljómi eins og þær séu í 150 prósenta starfi. Þær fallist flestar á það. „Og ég segi: En ef þú myndir taka niður í 100 prósent, myndi einhver taka eftir því? Prófaðu jafnvel að taka niður í 80 prósent, framlagið þitt á vinnustaðnum, framlagið á heimilinu. Tekur einhver eftir því? Oftast bara er það ekki þannig, af því að við þurfum ekki að gera svona mikið.“ Þetta sé gömul saga og ný. Kynslóð mömmu hennar tengi við þetta. Það hafi verið pressa, að bródera dúkana, þvo alla skápa fyrir jól, baka hundrað sortir. „Samanburðurinn er bara miklu sýnilegri núna, nú þurfum við bara rétt að opna símann til að sjá hvað við erum að standa okkur illa.“ Hús og heimili Fjölskyldumál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hin fullkomna íslenska kona Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. 1. ágúst 2024 14:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Rætt var við þær Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur og Helgu Láru Haarde mannauðsráðgjafa í Bítinu á Bylgjunni. Báðar skrifuðu þær sitthvora greinina á Vísi í síðustu viku þar sem þær sögðust merkja nýtt hljóð í ungum íslenskum mæðrum, sem væru að bugast við endurkomu í vinnu vegna nýrra krafna. Vilja að þær séu heima Ingunn Björk segist hafa merkt ný atriði í samtölum sínum við ungar mæður síðasta vetur. Þau snúi að kröfum á hendur þeirra sem hafi vakið mikla athygli hennar. „Nokkrar nefndu að makinn vil í raun og veru bara að þær séu heima. Þetta eru sannar sögur. Ég er ekki að skálda nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ingunn. Hún segir leikskóladæmið ekki ganga upp líkt og vitað sé og þá upplifi konurnar að þær séu að dragast aftur úr í launum og að barneignir hafi áhrif á frama þeirra. Það sé feimnismál sem þær veigri sér við að ræða við fjölskyldumeðlimi og vini. „Þær nefndu líka að það hefur alltaf verið erfitt að vera með ung börn, það hefur verið erfitt og krefjandi að vera ung móðir, við þekkjum það en það sem er nýtt það eru samfélagsmiðlar. Samfélagsmiðlarnir eru að hafa rosa neikvæð áhrif.“ Kröfurnar um að vera fullkomin í öllu Helga Lára tekur fram að hún styðji rétt kvenna til að vera heimavinnandi. Allar konur eigi að geta valið hvað þær geri. Kröfur á hendur kvenna nú séu hinsvegar þær að vera fullkomnar í þessu öllu. „Að vera fullkominn í vinnunni, með allt lífið tipp topp og að vera eiginlega heimavinnandi húsmóðir af því að þú gerir svo mikið heima. Eitthvað verður að gefa eftir.“ Helga Lára segist merkja fullkomnunaráráttu víða, margar konur tengi við hana og karlar líka. Margir vilji standa sig vel alls staðar en Helga segir að gæta þurfi þess að tala ekki um fullkomnunaráráttu sem geðröskun eða sjúkdóm, hún sé persónuleikaeinkenni. „Hún er bara þessi ríka þörf á að skara framúr, setja sér háleit markmið og þá myndi einhver spyrja: Bíddu, er það ekki bara flott? Er ekki flott að hafa metnað, standa sig vel og svona? Og það er rétt en neikvæðari hlið fullkomunaráráttu er sú að byggja sjálfsmatið og eigið virði á því hvernig manni tekst að ná markmiðunum, sem eru gjarnan óraunhæf.“ Þarf ekki að vera 100 prósent Helga Lára segir fullkomnunaráráttu ekki af hinu góða, heldur geti hún haft slæm áhrif á andlega heilsu. „Maður sér það að á bakvið glansmyndina eru oft konur sem líður alveg ofsalega illa. Þess vegna fannst mér mikilvægt að fylgja þessu eftir. Við þurfum aðeins að slaka á kröfunum, við þurfum bara aðeins að taka þær niður augnablik.“ Helga segist oft hitta konur í sínu starfi og segja við þær að það hljómi eins og þær séu í 150 prósenta starfi. Þær fallist flestar á það. „Og ég segi: En ef þú myndir taka niður í 100 prósent, myndi einhver taka eftir því? Prófaðu jafnvel að taka niður í 80 prósent, framlagið þitt á vinnustaðnum, framlagið á heimilinu. Tekur einhver eftir því? Oftast bara er það ekki þannig, af því að við þurfum ekki að gera svona mikið.“ Þetta sé gömul saga og ný. Kynslóð mömmu hennar tengi við þetta. Það hafi verið pressa, að bródera dúkana, þvo alla skápa fyrir jól, baka hundrað sortir. „Samanburðurinn er bara miklu sýnilegri núna, nú þurfum við bara rétt að opna símann til að sjá hvað við erum að standa okkur illa.“
Hús og heimili Fjölskyldumál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hin fullkomna íslenska kona Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. 1. ágúst 2024 14:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hin fullkomna íslenska kona Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. 1. ágúst 2024 14:31