Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 15:13 Regnbogafáninn er kominn til að vera. Reykjavíkurborg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32
Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54
Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33