„Veit bara af mér í jörðinni” Árni Gísli Magnússon skrifar 6. ágúst 2024 22:27 Jakob Snær Árnason var ánægður með sigur sinna manna gegn Val. Vísir/Hulda Margrét KA vann sterkan 1-0 sigur á Val á Greifavellinum fyrr í kvöld í Bestu deild karla. Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks. Valsmenn léku einum færri frá 59. mínútu þegar markmaður þeirra, Frederik Schram, fékk að líta rauða spjaldið. Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, átti góðan leik og var brattur í viðtali strax að leik loknum þrátt fyrir að hafa fengið kjaftshögg frá mótherja um leið og lokaflautið gall. „Bara mjög vel. Gott að vera komnir á skrið og við erum að sýna það með hverjum leiknum hvers við erum megnugir þannig þetta er bara komið á gott skrið og sjálfstraust í liðið og loksins farnir að sýna hvað við getum.” KA er nú taplaust í síðustu átta leikjum í deild og bikar og var Jakob ekki lengi að svara hvers vegna gengið hafi verið svo gott undanfarið eftir slæma byrjun á timabilinu. „Ég sagði það nú áðan að ég væri kominn til baka” sagði Jakob og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Nei nei, ef við hefðum haft svar við því strax hefði verið auðvelt að bæta úr því en mórallinn var góður en ég held að það hafi verið smá andleysi. Allavega var alltaf trú í hópnum og við fórum bara að leggja harðar að okkur og reyna að lesa í það. Fyrst og fremst að loka niður fyrir og fá færri mörk á okkur og með því höfum við komist á okkar gamla skrið og uppskerum eftir því.” Horfa í efri hlutann Einungis tvö stig skilja að KA í 8. sæti og ÍA í 6. sæti, sem á þó leik til góða, og mætti því vænta að KA menn séu farnir að horfa í efri hlutann. „Já klárlega. Við ætluðum okkur að vera þar og ætlum það enn þá. Kannski gamla klisjan bara; einn leikur í einu. Við erum eins og þú sérð á síðustu leikjum erum við að safna inn stigum og horfum bara upp í við og verðum að sjá hvað það gefur okkur. Við byrjuðum þetta aðeins í brasi og erum því að elta, kannski eitthvað sem við hefðum ekki þurft að vera gera, en við tökum því bara og erum alltaf að nálgast þetta meira þannig klárlega horfum við upp á við.” Frederik Schram, markmaður Vals, fékk að líta rauða spjaldið á 59. mínútu en einum færri héldu Valsmenn vel í boltann og féllu KA menn frekar aftarlega á völlinn. „Það má vel vera, það er oft kannski eðlilegt í svona hvernig þetta spilaðist. Auðvitað fara þeir kannski að halda aðeins í boltann en mér fannst þeir ekki skapa neitt eða gera neitt þannig af viti þannig það líka virkaði fínt fyrir okkur, þegar við unnum hann vorum við sprækir og vorum í raun að skapa hættulegri færi en þeir, fannst mér, en það var svona upplifunin mín á vellinum að við vorum alltaf með þetta. Auðvitað má kannski horfa til baka og segja að við höfum fallið of mikið.” Fékk einn á kjammann Um leið og lokaflautið gall virtist Orri Sigurður Ómarsson slæma hendi í andlit Jakobs sem lá óvígur eftir í dágóða stund og sást til að mynda blóð á andliti hans og treyju í viðtalinu. Jakob segist ekki vita hvað Orra gekk til. „Ég veit ekki hvað ég gerði manninum en Harley (Willard) fær boltann þarna í endann og við erum þrír á tvo þannig ég ætlaði að taka sprettinn í gegn og fá hann og skora, klára þetta endanlega, en hann stígur eitthvað inn í mig og ég veit bara af mér í jörðinni þannig ég veit ekki hvort þetta sé olnbogi eða öxl eða hvað þetta er en hann allavega stígur svona full harkalega inn í mig af mínu viti það er bara áfram gakk. Við unnum og ég er sáttur og hann er pirraður”, sagði kokhraustur Jakob að endingu. Besta deild karla KA Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, átti góðan leik og var brattur í viðtali strax að leik loknum þrátt fyrir að hafa fengið kjaftshögg frá mótherja um leið og lokaflautið gall. „Bara mjög vel. Gott að vera komnir á skrið og við erum að sýna það með hverjum leiknum hvers við erum megnugir þannig þetta er bara komið á gott skrið og sjálfstraust í liðið og loksins farnir að sýna hvað við getum.” KA er nú taplaust í síðustu átta leikjum í deild og bikar og var Jakob ekki lengi að svara hvers vegna gengið hafi verið svo gott undanfarið eftir slæma byrjun á timabilinu. „Ég sagði það nú áðan að ég væri kominn til baka” sagði Jakob og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Nei nei, ef við hefðum haft svar við því strax hefði verið auðvelt að bæta úr því en mórallinn var góður en ég held að það hafi verið smá andleysi. Allavega var alltaf trú í hópnum og við fórum bara að leggja harðar að okkur og reyna að lesa í það. Fyrst og fremst að loka niður fyrir og fá færri mörk á okkur og með því höfum við komist á okkar gamla skrið og uppskerum eftir því.” Horfa í efri hlutann Einungis tvö stig skilja að KA í 8. sæti og ÍA í 6. sæti, sem á þó leik til góða, og mætti því vænta að KA menn séu farnir að horfa í efri hlutann. „Já klárlega. Við ætluðum okkur að vera þar og ætlum það enn þá. Kannski gamla klisjan bara; einn leikur í einu. Við erum eins og þú sérð á síðustu leikjum erum við að safna inn stigum og horfum bara upp í við og verðum að sjá hvað það gefur okkur. Við byrjuðum þetta aðeins í brasi og erum því að elta, kannski eitthvað sem við hefðum ekki þurft að vera gera, en við tökum því bara og erum alltaf að nálgast þetta meira þannig klárlega horfum við upp á við.” Frederik Schram, markmaður Vals, fékk að líta rauða spjaldið á 59. mínútu en einum færri héldu Valsmenn vel í boltann og féllu KA menn frekar aftarlega á völlinn. „Það má vel vera, það er oft kannski eðlilegt í svona hvernig þetta spilaðist. Auðvitað fara þeir kannski að halda aðeins í boltann en mér fannst þeir ekki skapa neitt eða gera neitt þannig af viti þannig það líka virkaði fínt fyrir okkur, þegar við unnum hann vorum við sprækir og vorum í raun að skapa hættulegri færi en þeir, fannst mér, en það var svona upplifunin mín á vellinum að við vorum alltaf með þetta. Auðvitað má kannski horfa til baka og segja að við höfum fallið of mikið.” Fékk einn á kjammann Um leið og lokaflautið gall virtist Orri Sigurður Ómarsson slæma hendi í andlit Jakobs sem lá óvígur eftir í dágóða stund og sást til að mynda blóð á andliti hans og treyju í viðtalinu. Jakob segist ekki vita hvað Orra gekk til. „Ég veit ekki hvað ég gerði manninum en Harley (Willard) fær boltann þarna í endann og við erum þrír á tvo þannig ég ætlaði að taka sprettinn í gegn og fá hann og skora, klára þetta endanlega, en hann stígur eitthvað inn í mig og ég veit bara af mér í jörðinni þannig ég veit ekki hvort þetta sé olnbogi eða öxl eða hvað þetta er en hann allavega stígur svona full harkalega inn í mig af mínu viti það er bara áfram gakk. Við unnum og ég er sáttur og hann er pirraður”, sagði kokhraustur Jakob að endingu.
Besta deild karla KA Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31