Höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael nýr pólitískur leiðtogi Hamas Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. ágúst 2024 07:02 Ákvörðun leiðtoga Hamas hefur það í för með sér að höfuðpaurinn á bakvið árásirnar 7. október á nú að fara fyrir samningaviðræðum við Ísrael. AP/Abdel Hana Hamas samtökin í Palestínu hafa útnefnt Yahya Sinwar sem nýjan pólitískan leiðtoga sinn eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Tilkynnt var um ákvörðunina í stuttri yfirlýsingu í gærkvöldi sem birt var á palestínskum fréttasíðum og í íranska ríkissjónvarpinu. Sinwar er einn af stofnendum Hamas og sagður höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, þar sem fjöldi fólks var myrtur. Talið að hann sé nú í felum í göngum á Gasa ströndinni. Hann og samtök hans hafa um 120 ísraelska gísla enn í sínu haldi. In electing Sinwar to head Hamas, the organization lays to rest any differences between external and internal leaders and whatever illusions of moderation existed to reveal its true face. https://t.co/huBbIGOHs6— Aaron David Miller (@aarondmiller2) August 6, 2024 Sinwar hefur ráðið lögum og lofum á Gasa svæðinu undanfarin ár á meðan Hanyeh fór fyrir pólistíska armi samtakanna. Þannig tók Hanyeh, sem bjó í Katar en ekki á Gasa, þátt í viðræðum um lausn gíslanna á Gasa en í umfjöllun Guardian segir að hann hafi í raun haft lítil áhrif eða umboð til að ákveða nokkuð fyrir hryðjuverkamennina á svæðinu. Haft er eftir Aaron David Miller, sérfræðingi hjá Carnegie Endowment for International Peace, að með þeirri ákvörðun að spila Sinwar fram sem pólitískum leiðtoga Hamas, séu samtökin búin að má út línuna á milli Hamas á Gasa og Hamas gagnvart umheiminum og „afhjúpa sitt sanna andlit“. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt það opinberlega að það sé markmið þeirra að koma Sinwar í gröfina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Tilkynnt var um ákvörðunina í stuttri yfirlýsingu í gærkvöldi sem birt var á palestínskum fréttasíðum og í íranska ríkissjónvarpinu. Sinwar er einn af stofnendum Hamas og sagður höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, þar sem fjöldi fólks var myrtur. Talið að hann sé nú í felum í göngum á Gasa ströndinni. Hann og samtök hans hafa um 120 ísraelska gísla enn í sínu haldi. In electing Sinwar to head Hamas, the organization lays to rest any differences between external and internal leaders and whatever illusions of moderation existed to reveal its true face. https://t.co/huBbIGOHs6— Aaron David Miller (@aarondmiller2) August 6, 2024 Sinwar hefur ráðið lögum og lofum á Gasa svæðinu undanfarin ár á meðan Hanyeh fór fyrir pólistíska armi samtakanna. Þannig tók Hanyeh, sem bjó í Katar en ekki á Gasa, þátt í viðræðum um lausn gíslanna á Gasa en í umfjöllun Guardian segir að hann hafi í raun haft lítil áhrif eða umboð til að ákveða nokkuð fyrir hryðjuverkamennina á svæðinu. Haft er eftir Aaron David Miller, sérfræðingi hjá Carnegie Endowment for International Peace, að með þeirri ákvörðun að spila Sinwar fram sem pólitískum leiðtoga Hamas, séu samtökin búin að má út línuna á milli Hamas á Gasa og Hamas gagnvart umheiminum og „afhjúpa sitt sanna andlit“. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt það opinberlega að það sé markmið þeirra að koma Sinwar í gröfina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira