„Við mætum þessu með því að stækka fánann“ Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. ágúst 2024 10:56 Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir að fáninn verði stækkaður í dag. Vísir/Vésteinn Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin. Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“ Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04
Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13