ÍBR sækir um vottun á Reykjavíkurmaraþoninu sem er að seljast upp Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 11:51 Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár. Vísir / Hulda Margrét Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. Það staðfestir Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar, með færslu í Facebook-hópinn Hlauparar á Íslandi. Engin umsókn barst um vottun á hlaupum í öðrum vegalengdum. „Frjálsíþróttasambandið mun taka þessa umsókn til afgreiðslu en áréttar að framkvæmdaraðilar eiga að skila inn umsókn vegna vottunar með a.m.k. 4. vikna fyrirvara. Hvað sem því líður þá mun verða unnið hratt í þágu hlaupara svo að þeir fá sinn árangur í hálfu og heilu maraþoni viðurkenndann,“ skrifar Friðleifur á Facebook. Facebook-færsla Friðleifs í heild sinni.skjáskot / Hlauparar á Íslandi Málið hefur verið til umræðu í allt sumar, og lengur aftur í tímann jafnvel, en aðilar voru ósammála um hvað ágreiningurinn snerist. ÍBR sagðist ekki vilja fylgja kröfum um sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ, því það bryti gegn persónuverndarlögum um upplýst samþykki. FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark og fær tíma sinn vottaðan. Ætla má af skrifum Friðleifs að dæma að ÍBR hafi látið undan, sent inn umsókn og keppendur verði sjálfkrafa skráðir í afrekaskránna gegn gjaldi. „Frjálsíþróttasamband Íslands áréttar að það er algjörlega á hendi framkvæmdaraðila að sækjast eftir vottun sambandsins og ef framkvæmdaraðili óskar þess þá verður hann að gangast við þeim reglum og kröfum sem sambandið hefur sett fram.“ Uppselt og alveg að seljast upp Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eru eftir í heilt maraþon. Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár og verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. „Það er greinilega óvenju mikil tilhlökkun fyrir hlaupinu í ár. Skráningin er farin langt fram úr okkar björtustu vonum,” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, viðburðastjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hjá ÍBR í tilkynningu. „Annað árið í röð er uppselt í hálfmaraþonið, jafnvel þó að við höfum fjölgað um rúmlega þúsund miða. Þá eru bara örfáir miðar eftir í heila maraþonið svo það stefnir allt í að það verði uppselt í það líka”. Í tilkynningu kemur fram að í fyrra hafi ríflega 2.000 hlauparar verið skráðir í hálfmaraþon en í ár eru þeir yfir 3.000. „Það hafa aldrei verið jafn margir skráðir í hálfmaraþonið svo þetta er skráningarmet og það á sjálfu afmælisárinu,” segir Hrefna Hlín. Gríðarleg aðsókn hefur verið í hlaupið en í fyrra voru í allt 11.307 hlauparar á öllum aldri sem tóku þátt. Það voru 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár. Í tilkynningu segir að allt bendi til þess að það muni fjölga í öllum flokkum í ár. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu, árið 1984, voru 214 hlauparar skráðir til leiks, 135 Íslendingar og 79 erlendir keppendur. Síðan þá hefur þátttakendum fjölgað svo um munar og hafa yfir 40 þúsund erlendir keppendur tekið þátt í áranna rás. Fjórar vegalengdir í boði Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer í ár fram laugardaginn 24. ágúst, á Menningarnótt. Fjórar vegalengdir verða í boði og því ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því í raun má tala um fimm vegalengdir þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir í Skemmtiskokkinu: Maraþon (42,2 km) Hálfmaraþon (21,1 km) 10 km hlaup Skemmtiskokk (1,7 km og 3 km) Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is og að vanda gefst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Það staðfestir Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar, með færslu í Facebook-hópinn Hlauparar á Íslandi. Engin umsókn barst um vottun á hlaupum í öðrum vegalengdum. „Frjálsíþróttasambandið mun taka þessa umsókn til afgreiðslu en áréttar að framkvæmdaraðilar eiga að skila inn umsókn vegna vottunar með a.m.k. 4. vikna fyrirvara. Hvað sem því líður þá mun verða unnið hratt í þágu hlaupara svo að þeir fá sinn árangur í hálfu og heilu maraþoni viðurkenndann,“ skrifar Friðleifur á Facebook. Facebook-færsla Friðleifs í heild sinni.skjáskot / Hlauparar á Íslandi Málið hefur verið til umræðu í allt sumar, og lengur aftur í tímann jafnvel, en aðilar voru ósammála um hvað ágreiningurinn snerist. ÍBR sagðist ekki vilja fylgja kröfum um sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ, því það bryti gegn persónuverndarlögum um upplýst samþykki. FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark og fær tíma sinn vottaðan. Ætla má af skrifum Friðleifs að dæma að ÍBR hafi látið undan, sent inn umsókn og keppendur verði sjálfkrafa skráðir í afrekaskránna gegn gjaldi. „Frjálsíþróttasamband Íslands áréttar að það er algjörlega á hendi framkvæmdaraðila að sækjast eftir vottun sambandsins og ef framkvæmdaraðili óskar þess þá verður hann að gangast við þeim reglum og kröfum sem sambandið hefur sett fram.“ Uppselt og alveg að seljast upp Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eru eftir í heilt maraþon. Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár og verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. „Það er greinilega óvenju mikil tilhlökkun fyrir hlaupinu í ár. Skráningin er farin langt fram úr okkar björtustu vonum,” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, viðburðastjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hjá ÍBR í tilkynningu. „Annað árið í röð er uppselt í hálfmaraþonið, jafnvel þó að við höfum fjölgað um rúmlega þúsund miða. Þá eru bara örfáir miðar eftir í heila maraþonið svo það stefnir allt í að það verði uppselt í það líka”. Í tilkynningu kemur fram að í fyrra hafi ríflega 2.000 hlauparar verið skráðir í hálfmaraþon en í ár eru þeir yfir 3.000. „Það hafa aldrei verið jafn margir skráðir í hálfmaraþonið svo þetta er skráningarmet og það á sjálfu afmælisárinu,” segir Hrefna Hlín. Gríðarleg aðsókn hefur verið í hlaupið en í fyrra voru í allt 11.307 hlauparar á öllum aldri sem tóku þátt. Það voru 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár. Í tilkynningu segir að allt bendi til þess að það muni fjölga í öllum flokkum í ár. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu, árið 1984, voru 214 hlauparar skráðir til leiks, 135 Íslendingar og 79 erlendir keppendur. Síðan þá hefur þátttakendum fjölgað svo um munar og hafa yfir 40 þúsund erlendir keppendur tekið þátt í áranna rás. Fjórar vegalengdir í boði Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer í ár fram laugardaginn 24. ágúst, á Menningarnótt. Fjórar vegalengdir verða í boði og því ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því í raun má tala um fimm vegalengdir þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir í Skemmtiskokkinu: Maraþon (42,2 km) Hálfmaraþon (21,1 km) 10 km hlaup Skemmtiskokk (1,7 km og 3 km) Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is og að vanda gefst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira