Brennandi hús Helgi Guðnason skrifar 8. ágúst 2024 13:01 Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun