Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira