Veislan tekin af dagskrá FM957 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 18:13 Gústi B og Patrik tróðu upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð um liðna helgi. Stemmningin var að sögn gesta svakaleg og Patrik reif sig úr að ofan venju samkvæmt. Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira