Að vera hinsegin, kynsegin, trans Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 22:00 Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Guðmunda G. Guðmundsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar