Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 23:31 Brian Deck forstjóri JBT og Árni Sigurðsson, forstjóri Marel. Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. JBT gerði í vor tilboð í allt hlutafé Marels og hafa helstu skilmálar þegar verið samþykktir. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að vinnu JBT og Marel við að uppfylla önnur skilyrði tilboðsins miðar vel. „Félögin hafa skilað inn tilkynningum í viðeigandi löndum og landssvæðum um fyrirhugaða sameiningu og eiga nú í samskiptum við eftirlitsaðila um samþykki þeirra svo hægt verði að ganga frá viðskiptunum,“ segir í tilkynningu Marels. Valfrjálst tilboð JBT í Marel renni út klukkan 17 þann 2. september næstkomandi nema tilboðstíminn verði framlengdur í samræmi við samkomulag milli félaganna frá því í apríl. „JBT vinnur sömuleiðis að undirbúningi umsóknar um tvískráningu hlutabréfa félagsins á Nasdaq Iceland. Er þess vænst að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs 2024.“ Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20 Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04 „Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
JBT gerði í vor tilboð í allt hlutafé Marels og hafa helstu skilmálar þegar verið samþykktir. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að vinnu JBT og Marel við að uppfylla önnur skilyrði tilboðsins miðar vel. „Félögin hafa skilað inn tilkynningum í viðeigandi löndum og landssvæðum um fyrirhugaða sameiningu og eiga nú í samskiptum við eftirlitsaðila um samþykki þeirra svo hægt verði að ganga frá viðskiptunum,“ segir í tilkynningu Marels. Valfrjálst tilboð JBT í Marel renni út klukkan 17 þann 2. september næstkomandi nema tilboðstíminn verði framlengdur í samræmi við samkomulag milli félaganna frá því í apríl. „JBT vinnur sömuleiðis að undirbúningi umsóknar um tvískráningu hlutabréfa félagsins á Nasdaq Iceland. Er þess vænst að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs 2024.“
Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20 Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04 „Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20
Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04
„Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19