Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2024 11:00 Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kunna og skilja, allir sannir sagnfræðingar og fræðimenn, séu sammála um, að Brexit hafi orðið bresku þjóðinni verulegt efnhagslegt áfall. Hagur Breta og afkoma, velferð, væri meiri, ef ekki hefði til Brexit, útgöngu úr ESB, komið. Það er undarlegt og óskemmtilegt að hlusta á hjáróma rödd, hér uppi á Íslandi, sem segist vera hámenntaður sérfræðingur, en heldur því svo fram, að Brexit hafi verið Bretum til góðs; þar sé allt á réttri leið. Sá hinn sami barðist fyrir Brexit með hægri ósanninda- og öfgaöflum þar, og lofsyngur svo Brexit nú. Skv. Bank of England, skortir um 2% upp á þann hagvöxt, sem væri í Bretlandi, ef landið hefði verið áfram í ESB. Hver fjölskylda væri a.m.k. 900,00 Pundum ríkari. Hagvöxtur í 2. ársfjórðuni 2024 var í Bretlandi mínus 0,4%, í ESB plús 0,7%. Í nýlegri skoðanakönnun Statista í Bretlandi reyndust tveir þriðju þeirra, sem afstöðu tóku, harma Brexit. Hefðu viljað vera áfram í ESB. Eins og allir líka vita, sem eitthvað vilja vita, leiddu óheilinda- og ósannindamenn, eins og Boris Johnson og Nigel Farge, þjóðina inn í Brexit með blekkingum og lygum. Ein þeirra var sú, að breska heilbrigðiskerfið, NHS, gæti fengið aukalegt fjárframlag upp á 350 milljónir Punda á viku, eftir að Bretlandi væri gengið úr ESB, og, að breska heilbrigðiskerfið yrði þannig gert það bezta í heimi. Þetta loforð var málað á almenningsfarartæki, sem keyrðu um landið, fyrir kosninguna um Brexit, þannig, að allir sæu og vissu af þessu stórkostlega máli. Þetta var auðvitað bara tilbúningur, uppblásin lygasaga, sem enginn fótur var fyrir, og telja flestir, að breska heilbrigðiskerfið sé nú, fjórum og hálfu ári eftir Brexit, lakar sett en í marga áratugi. Önnur stórlygi Brexitmanna var, að Tyrkland, með sína múhameðstrú og 85 milljónir íbúa, væru við það að komast inn, ganga í ESB. Var bent á, að með þessu - og auðvitað fjórfrelsinu innan ESB, sem leyfir frjálsa för, nám, búsetu, þátttöku í atvinnulífi og svo atvinnurekstur þegna allra aðildarlanda, til/hjá öllum hinum aðildarríkjunum - myndu Tyrkir í stórum stíl, jafnvel í milljónatali, dembast eins og holskefla yfir breskt þjóðfélag og setja þar allt úr skorðum. Ekki bara atvinnu- og húsnæðismál, heldur líka skóla- og menntakerfi, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Framandi trúarbrögðum og -siðum, klæðaburði og lífsstíl, var líka velt upp. Líka þetta var þó haugalýgi; ESB var búið að stöðva allar aðildarviðræður við Tyrki, þar sem þeir fullnægðu ekki á nokkurn hátt grundvallarkröfum ESB um lýðræði, frelsi til orðs og æðis, jafnrétti, persónuvernd og marréttindi, sem ESB gefur aldrei neinn afslátt á, en Erdogan og hans tyrkneska stjórnkerfi var víðsfjarri því að uppfylla kröfurnar, sem réttarríkið setur, og kom ESB-aðild landsins aldrei til greina. Boris Johnson og Farage voru góðvinir Donald Trump, enda svipaðar pótintátar. Fóru fram með svipuðum hætti. Þann hátt má skýra vel með dæmi, þótt nýlegt sé, kappræðum Trump og Joe Biden, sem fram fóru á CNN sjónvarpsstöðinni, en að þeim loknum kom greinendum saman um, að Trump hefði farið með a.m.k 20 ósannindi og lygar, sum stórfelld, í þessum einu kappræðum. Flott kompaní það. Von, að íslenzki þjóðernissinninn og Brexitaðdáandinn finni fyrir samkennd og hrifningu. Aftur eru hægri öfgamenn í Bretlandi komnir af stað. Líka með blekkingum og lygum. Þegar ungur kolgeðveikur piltur, 17 ára, með dökkan litarhátt, en breskur, fæddur þar og uppalinn, veittist í geðveikiskasti að litlum stúlkum á dansæfingu, og myrti þrjár, særði margar aðrar, á vofveiflegan og skelfilegan hátt, breiddu hægri öfgamenn út þeim ósannindum, falsfréttum, að þessi morðingjaaumingi væri íslamskur flóttamaður, Ermasunds-bátsmaður, hælisleitandi í Bretlandi. Með þessu var lýðurinn æstur upp gegn ekki bara flóttamönnum og hælisleitendum, heldur öðru fólki, oftast með annan litarhátt, en góðum og gegnum breskum þegnum, sem höfðu flutzt til landins og orðið breskir borgarar á síðustu áratugum og öldum, m.a. vegna réttinda sinna sem fyrirverandi þegnar nýlendna Breta, bresku krúnunnar. Auðvitað blandast það svo inn í þessar óeirðir og miskunnarlausu árásir á saklaust fólk, að breskur almenningur er svekktur og óhress með þau versnandi lífskjör, vaxandi fátækt, sem úrganga landsins úr ESB hefur valdið, líka þá sviptingu frelsis til ferða, náms, vinnu, starfa og annarra athafna í 30 öðrum löndum, sem fjórfrelsi ESB veitti þeim, en þeir höfðu verið sviptir með úrgöngunni úr ESB. Eru sumir eða margir því, að grípa tækifærið nú til að fá útrás fyrir sína miklu frústrasjón, vonbrigði og reiði, hefndarþorsta, með því að veitast að, lemja og misþyrma mest saklausum fólki, reyndar líka lögreglunni, fulltrúum valdsins, og brenna og brjóta eignir manna og innviði. Vonandi eru nú breskir þjóðernissinnar og hægri öfgamenn ánægðir. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenzkum vini þeirra og aðdáana, sem segist nota sinn frítíma, nánast daglega, til að skrifa óhróður um ESB og Evrópu og lofsyngja Brexit, lízt á. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kunna og skilja, allir sannir sagnfræðingar og fræðimenn, séu sammála um, að Brexit hafi orðið bresku þjóðinni verulegt efnhagslegt áfall. Hagur Breta og afkoma, velferð, væri meiri, ef ekki hefði til Brexit, útgöngu úr ESB, komið. Það er undarlegt og óskemmtilegt að hlusta á hjáróma rödd, hér uppi á Íslandi, sem segist vera hámenntaður sérfræðingur, en heldur því svo fram, að Brexit hafi verið Bretum til góðs; þar sé allt á réttri leið. Sá hinn sami barðist fyrir Brexit með hægri ósanninda- og öfgaöflum þar, og lofsyngur svo Brexit nú. Skv. Bank of England, skortir um 2% upp á þann hagvöxt, sem væri í Bretlandi, ef landið hefði verið áfram í ESB. Hver fjölskylda væri a.m.k. 900,00 Pundum ríkari. Hagvöxtur í 2. ársfjórðuni 2024 var í Bretlandi mínus 0,4%, í ESB plús 0,7%. Í nýlegri skoðanakönnun Statista í Bretlandi reyndust tveir þriðju þeirra, sem afstöðu tóku, harma Brexit. Hefðu viljað vera áfram í ESB. Eins og allir líka vita, sem eitthvað vilja vita, leiddu óheilinda- og ósannindamenn, eins og Boris Johnson og Nigel Farge, þjóðina inn í Brexit með blekkingum og lygum. Ein þeirra var sú, að breska heilbrigðiskerfið, NHS, gæti fengið aukalegt fjárframlag upp á 350 milljónir Punda á viku, eftir að Bretlandi væri gengið úr ESB, og, að breska heilbrigðiskerfið yrði þannig gert það bezta í heimi. Þetta loforð var málað á almenningsfarartæki, sem keyrðu um landið, fyrir kosninguna um Brexit, þannig, að allir sæu og vissu af þessu stórkostlega máli. Þetta var auðvitað bara tilbúningur, uppblásin lygasaga, sem enginn fótur var fyrir, og telja flestir, að breska heilbrigðiskerfið sé nú, fjórum og hálfu ári eftir Brexit, lakar sett en í marga áratugi. Önnur stórlygi Brexitmanna var, að Tyrkland, með sína múhameðstrú og 85 milljónir íbúa, væru við það að komast inn, ganga í ESB. Var bent á, að með þessu - og auðvitað fjórfrelsinu innan ESB, sem leyfir frjálsa för, nám, búsetu, þátttöku í atvinnulífi og svo atvinnurekstur þegna allra aðildarlanda, til/hjá öllum hinum aðildarríkjunum - myndu Tyrkir í stórum stíl, jafnvel í milljónatali, dembast eins og holskefla yfir breskt þjóðfélag og setja þar allt úr skorðum. Ekki bara atvinnu- og húsnæðismál, heldur líka skóla- og menntakerfi, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Framandi trúarbrögðum og -siðum, klæðaburði og lífsstíl, var líka velt upp. Líka þetta var þó haugalýgi; ESB var búið að stöðva allar aðildarviðræður við Tyrki, þar sem þeir fullnægðu ekki á nokkurn hátt grundvallarkröfum ESB um lýðræði, frelsi til orðs og æðis, jafnrétti, persónuvernd og marréttindi, sem ESB gefur aldrei neinn afslátt á, en Erdogan og hans tyrkneska stjórnkerfi var víðsfjarri því að uppfylla kröfurnar, sem réttarríkið setur, og kom ESB-aðild landsins aldrei til greina. Boris Johnson og Farage voru góðvinir Donald Trump, enda svipaðar pótintátar. Fóru fram með svipuðum hætti. Þann hátt má skýra vel með dæmi, þótt nýlegt sé, kappræðum Trump og Joe Biden, sem fram fóru á CNN sjónvarpsstöðinni, en að þeim loknum kom greinendum saman um, að Trump hefði farið með a.m.k 20 ósannindi og lygar, sum stórfelld, í þessum einu kappræðum. Flott kompaní það. Von, að íslenzki þjóðernissinninn og Brexitaðdáandinn finni fyrir samkennd og hrifningu. Aftur eru hægri öfgamenn í Bretlandi komnir af stað. Líka með blekkingum og lygum. Þegar ungur kolgeðveikur piltur, 17 ára, með dökkan litarhátt, en breskur, fæddur þar og uppalinn, veittist í geðveikiskasti að litlum stúlkum á dansæfingu, og myrti þrjár, særði margar aðrar, á vofveiflegan og skelfilegan hátt, breiddu hægri öfgamenn út þeim ósannindum, falsfréttum, að þessi morðingjaaumingi væri íslamskur flóttamaður, Ermasunds-bátsmaður, hælisleitandi í Bretlandi. Með þessu var lýðurinn æstur upp gegn ekki bara flóttamönnum og hælisleitendum, heldur öðru fólki, oftast með annan litarhátt, en góðum og gegnum breskum þegnum, sem höfðu flutzt til landins og orðið breskir borgarar á síðustu áratugum og öldum, m.a. vegna réttinda sinna sem fyrirverandi þegnar nýlendna Breta, bresku krúnunnar. Auðvitað blandast það svo inn í þessar óeirðir og miskunnarlausu árásir á saklaust fólk, að breskur almenningur er svekktur og óhress með þau versnandi lífskjör, vaxandi fátækt, sem úrganga landsins úr ESB hefur valdið, líka þá sviptingu frelsis til ferða, náms, vinnu, starfa og annarra athafna í 30 öðrum löndum, sem fjórfrelsi ESB veitti þeim, en þeir höfðu verið sviptir með úrgöngunni úr ESB. Eru sumir eða margir því, að grípa tækifærið nú til að fá útrás fyrir sína miklu frústrasjón, vonbrigði og reiði, hefndarþorsta, með því að veitast að, lemja og misþyrma mest saklausum fólki, reyndar líka lögreglunni, fulltrúum valdsins, og brenna og brjóta eignir manna og innviði. Vonandi eru nú breskir þjóðernissinnar og hægri öfgamenn ánægðir. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenzkum vini þeirra og aðdáana, sem segist nota sinn frítíma, nánast daglega, til að skrifa óhróður um ESB og Evrópu og lofsyngja Brexit, lízt á. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun