Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Cindy Winner Djankeu Ngamba varð fyrst til að vinna verðlaun fyrir flóttamannaliðið. Tyler Miller/Sportsfile via Getty Images Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira
Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira