„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 20:55 Eftir fjóra ósigra í röð getur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira