Gleðilegan baráttudag! Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2024 13:01 Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun