„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. ágúst 2024 16:34 John Andrews á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. „Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“ Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“
Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira