Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2024 12:23 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“ Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira