Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 10:30 Graeme McDowell má ekki taka þátt í næsta móti en fær einnig stóra sekt. Getty/ Jason Butler LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024 Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira