KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 14:06 Áhorfendur og leikmenn voru mættir í Kórinn síðasta fimmtudag en ekkert varð af leiknum. Vísir/VPE KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR. Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR.
Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31