Upplifði fálæti lækna þegar lykkjan týndist inni í henni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 15:30 Sigrún segir þörf á vitundarvakningu um endómetríósu. Sigrún Arna Gunnarsdóttir segir umræðu um endómetríósu af skornum skammti, sjúkdómurinn sé mun algengari en flesta grunar. Hún lýsir í Íslandi í dag miklu fálæti á Landspítalanum en hún var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en hún leitaði til einkarekinnar heilbrigðisstofu. Þangað til gekk Sigrún í gegnum gríðarleg veikindi, eftir að það tók fjórar tilraunir og fimm mánuði að ná úr henni hormónalykkju vegna samgróninga af völdum ógreindrar endómetríósu. Sigrún segir lífið hafa verið gott allt til ársins 2021. Hún hafi verið heilsuhraust, en alltaf fengið blöðrur á eggjastokkana sem hafi sprungið með tilheyrandi verkjum. „Ég er bara kona, fæ túrverki. Það er svona eðlilegt eins og maður segir. Hef alltaf fengið mikla túrverki en aldrei verið að pæla í því. Svo árið 2021 þá fer eiginlega bara allt til fjandans.“ „Shit happens“ Sigrún, sem búsett er í Vestmannaeyjum, var flutt með sjúkraflugi árið 2021 með innvortis blæðingar. Þá hafði komið rof á fimm sentímetra blöðru. Síðar hafi komið í ljós að það hafi verið blæðing annars staðar innvortis. 2019 hafði hún fengið hormónalykkju en leitast eftir því 2021 að losna við lykkjuna. Yfirleitt sé hún tekin hjá kvensjúkdómalækni. „En hjá mér gekk það ekki. Þá var ákveðið að setja mig bara í svæfingu og taka hana. Ókei, í fyrstu tilraun gekk það ekki og ég var vakin, búið að reyna þetta á stofu að taka lykkjuna. Búið að taka mig í aðgerð, semsagt önnur tilraun. Ég er vakin og enn með lykkjuna. Hún bara fannst ekki. Og ég bara, já ókei, er það eðlilegt?“ Daginn eftir var gerð þriðja tilraun til að ná lykkjunni án árangurs. Eftir þá aðgerð hafi Sigrún verið komin með þvaglegg sem hún hafi svo þurft að vera með í þrjár til fjórar vikur. Lykkjan fannst ekki vegna samgróninga í kviðarholi hennar. Hún segist hafa sent kvensjúkdómalækni sínum tölvupóst þar sem hún lá á spítalanum og spurt hvernig þetta hafi gerst? „Þá fæ ég svar, oh já það er ömurlegt að þú skildir lenda í þessu,“ segir Sigrún sem segir lækninn jafnframt hafa látið fylgja með: „Shit happens.“ Hún skrifar það bara til mín. Þetta var bara shit happens að þetta gerðist.“ Mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu Í fjórðu tilraun náðist að ná lykkjunni út á Landspítalanum, fimm mánuðum síðar. Stuttu síðar finnur Sigrún aftur fyrir innvortis blæðingum og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. „Og í rauninni var bara sagt við mig að ég væri bara með spenntan grindarbotn og að ég þyrfti að fara í sjúkraþjálfun og taka íbúfen og nordezig,“ segir Sigrún. Hún hafi spurt í hverri einustu skoðun hvort það gæti verið að hún sé með endómetríósu. Hefði hún verið rétt greind fyrr hefði verið hægt að koma henni til aðstoðar. Þá segir Sigrún að foreldrar unglingsstúlkna þurfi að vera meðvitaðir um vandann og hlusta á þær ef þær kvarta undan miklum verkjum þegar þær eru á blæðingum. Sorglegt að ekki sé hlustað Sigrún vildi fara í legnám en segist hafa mætt fálæti heilbrigðisstarfsfólks. „Eftir þetta fjör þá ákvað ég nú bara að leita annað. Og ég ákvað bara að fara á Klíníkina og hitta þar dásamlegan mann sem er mjög fær í endómetríósu. Og við hittumst og hann bara var sammála mér um það að taka legið og ég fór í legnám 2022. Þar er bara sent allt í vefjagreiningu og sýni, það er bara allt tekið.“ Þar hafi loksins komið í ljós að hún væri með endómetríósu, sem meira að segja hafði tekist að dreifa sér í ristilinn. Væri með samgróninga út um allt og því fékk hún loksins svar við því sem pligaði hana. „Ég er reið. Ég er reið yfir því að það sé ekki hlustað á konur með túrverki. Mér finnst það svo sorglegt hvað við erum margar konur að ganga í gegnum þetta og við erum alltaf með sömu einkenni og sömu verki. Af hverju gat Landspítalinn ekki greint þetta, tekið sýni og athugað hvort þetta væri endómetríósa?“ Ísland í dag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira
Sigrún segir lífið hafa verið gott allt til ársins 2021. Hún hafi verið heilsuhraust, en alltaf fengið blöðrur á eggjastokkana sem hafi sprungið með tilheyrandi verkjum. „Ég er bara kona, fæ túrverki. Það er svona eðlilegt eins og maður segir. Hef alltaf fengið mikla túrverki en aldrei verið að pæla í því. Svo árið 2021 þá fer eiginlega bara allt til fjandans.“ „Shit happens“ Sigrún, sem búsett er í Vestmannaeyjum, var flutt með sjúkraflugi árið 2021 með innvortis blæðingar. Þá hafði komið rof á fimm sentímetra blöðru. Síðar hafi komið í ljós að það hafi verið blæðing annars staðar innvortis. 2019 hafði hún fengið hormónalykkju en leitast eftir því 2021 að losna við lykkjuna. Yfirleitt sé hún tekin hjá kvensjúkdómalækni. „En hjá mér gekk það ekki. Þá var ákveðið að setja mig bara í svæfingu og taka hana. Ókei, í fyrstu tilraun gekk það ekki og ég var vakin, búið að reyna þetta á stofu að taka lykkjuna. Búið að taka mig í aðgerð, semsagt önnur tilraun. Ég er vakin og enn með lykkjuna. Hún bara fannst ekki. Og ég bara, já ókei, er það eðlilegt?“ Daginn eftir var gerð þriðja tilraun til að ná lykkjunni án árangurs. Eftir þá aðgerð hafi Sigrún verið komin með þvaglegg sem hún hafi svo þurft að vera með í þrjár til fjórar vikur. Lykkjan fannst ekki vegna samgróninga í kviðarholi hennar. Hún segist hafa sent kvensjúkdómalækni sínum tölvupóst þar sem hún lá á spítalanum og spurt hvernig þetta hafi gerst? „Þá fæ ég svar, oh já það er ömurlegt að þú skildir lenda í þessu,“ segir Sigrún sem segir lækninn jafnframt hafa látið fylgja með: „Shit happens.“ Hún skrifar það bara til mín. Þetta var bara shit happens að þetta gerðist.“ Mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu Í fjórðu tilraun náðist að ná lykkjunni út á Landspítalanum, fimm mánuðum síðar. Stuttu síðar finnur Sigrún aftur fyrir innvortis blæðingum og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. „Og í rauninni var bara sagt við mig að ég væri bara með spenntan grindarbotn og að ég þyrfti að fara í sjúkraþjálfun og taka íbúfen og nordezig,“ segir Sigrún. Hún hafi spurt í hverri einustu skoðun hvort það gæti verið að hún sé með endómetríósu. Hefði hún verið rétt greind fyrr hefði verið hægt að koma henni til aðstoðar. Þá segir Sigrún að foreldrar unglingsstúlkna þurfi að vera meðvitaðir um vandann og hlusta á þær ef þær kvarta undan miklum verkjum þegar þær eru á blæðingum. Sorglegt að ekki sé hlustað Sigrún vildi fara í legnám en segist hafa mætt fálæti heilbrigðisstarfsfólks. „Eftir þetta fjör þá ákvað ég nú bara að leita annað. Og ég ákvað bara að fara á Klíníkina og hitta þar dásamlegan mann sem er mjög fær í endómetríósu. Og við hittumst og hann bara var sammála mér um það að taka legið og ég fór í legnám 2022. Þar er bara sent allt í vefjagreiningu og sýni, það er bara allt tekið.“ Þar hafi loksins komið í ljós að hún væri með endómetríósu, sem meira að segja hafði tekist að dreifa sér í ristilinn. Væri með samgróninga út um allt og því fékk hún loksins svar við því sem pligaði hana. „Ég er reið. Ég er reið yfir því að það sé ekki hlustað á konur með túrverki. Mér finnst það svo sorglegt hvað við erum margar konur að ganga í gegnum þetta og við erum alltaf með sömu einkenni og sömu verki. Af hverju gat Landspítalinn ekki greint þetta, tekið sýni og athugað hvort þetta væri endómetríósa?“
Ísland í dag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira