Tölum um mannvirkjarannsóknir Þórunn Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun