Braut olnbogann á lokahátíð Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 10:31 Gregorio Paltrinieri með silfurverðlaunin sem hann vann í 1500 metra skriðsundi á leikunum í París. Getty/Mondadori Portfolio Ítalski sundmaðurinn Gregorio Paltrinieri vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í París en leikarnir enduðu þó ekki nógu vel fyrir kappann. Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira