Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir kallar eftir því að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist á fyrsta degi heimsleikanna. @katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
„Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira