Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 11:23 Netverslanir líkt og Temu og Shein hafa komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“ Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“
Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38