„Eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Már Gunnarsson synti í Tókýó og er nú á leið til Parísar. Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn. Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira