Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Björn er spenntur fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Vísir Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. „Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50