Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist ekki átta sig á gagnrýni formanns VG. Vísir/Vilhelm Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01