Hún hefur líka gefið sér tíma með aðdáendum sínum sem hefur aðeins aukið vinsældirnar.
Aðalástæðan fyrir þessum vinsældum er auðvitað frammistaða hennar með Indiana Fever í WNBA deildinni þar sem hún hefur farið á kostum og slegið hvert nýliðametið á fætur öðru.
Það styttist í að WNBA deildin byrji á nýjan leik eftir Ólympíuleikana og leikmenn Indiana Fever voru á ferðinni meðal íbúa Indianapolis.
Þær gerast samt varla skrýtnari beiðnirnar en sú í gær þegar móðir bað Cailtin um að árita kornabarnið sitt. Barnið var aðeins tveggja vikna gamalt.
Cailtin skrifaði reyndar ekki á barnið sjálft heldur á samfellu þess. Hún hélt líka á barninu og það var tekin mynd af þeim saman.
Hver veit nema að þessi stund verði rifjuð upp eftir átján ár þegar þetta barn er kannski sjálf orðin íþróttastjarna?
Það má sjá þessa óvenjulegu áritun hér fyrir neðan.