Syntu í hverri einustu laug landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 14:17 Þær Hildur og Margrét á góðri stundu þar sem þeim líður best, í lauginni. aðsend Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær. Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær.
Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira