Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 12:23 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15