„Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:49 Pétur Pétursson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er alltaf jafn sætt. Síðasti titillinn er alltaf bestur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira