„Við erum bikarmeistarar þannig það skiptir ekki máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 22:16 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði fyrra mark Vals er liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna með 2-1 sigri gegn Breiðabliki í kvöld. „Þetta er bara geggjuð tilfinning. Við ætluðum að landa þessum titli og gerðum það eins og alltaf,“ sagði afar kát Guðrún Elísabet í leikslok. Hún var greinilega full sjálfstrausts eftir leikinn og sagðist alltaf hafa vitað að hún myndi skora. „Það var geggjað. Ég vissi að ég myndi skora í dag og síðan sá ég hann bara inni. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég var að gera. Ég fagnaði bara eitthvað.“ Gúðrun segist þó ekkert hafa verið að velta sér upp úr færinu sem Blikar fengu örfáum augnablikum áður þar sem Valsliðið bjargaði á línu. „Ég man ekki einu sinni eftir því færi,“ sagði Guðrún og hló. Hún bætir einnig við að það hafi verið mikill léttir að sjá Jasmín Erlu bæta öðru marki liðsins við þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég allavega sat á bekknum og mér létti mjög mikið við að sjá seinna markið. Þannig ég gat slakað aðeins. Auðvitað var pirrandi að fá þetta mark á okkur í lokin, en við erum bikarmeistarar þannig það skiptir ekki máli.“ „Það er eitthvað extra sætt að skora í svona leik. Og svo var Jasmín bara sultuslök þarna í lokin og lagði hann í fjær. Ég sá hann alltaf inni,“ sagði Guðrún að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning. Við ætluðum að landa þessum titli og gerðum það eins og alltaf,“ sagði afar kát Guðrún Elísabet í leikslok. Hún var greinilega full sjálfstrausts eftir leikinn og sagðist alltaf hafa vitað að hún myndi skora. „Það var geggjað. Ég vissi að ég myndi skora í dag og síðan sá ég hann bara inni. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég var að gera. Ég fagnaði bara eitthvað.“ Gúðrun segist þó ekkert hafa verið að velta sér upp úr færinu sem Blikar fengu örfáum augnablikum áður þar sem Valsliðið bjargaði á línu. „Ég man ekki einu sinni eftir því færi,“ sagði Guðrún og hló. Hún bætir einnig við að það hafi verið mikill léttir að sjá Jasmín Erlu bæta öðru marki liðsins við þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég allavega sat á bekknum og mér létti mjög mikið við að sjá seinna markið. Þannig ég gat slakað aðeins. Auðvitað var pirrandi að fá þetta mark á okkur í lokin, en við erum bikarmeistarar þannig það skiptir ekki máli.“ „Það er eitthvað extra sætt að skora í svona leik. Og svo var Jasmín bara sultuslök þarna í lokin og lagði hann í fjær. Ég sá hann alltaf inni,“ sagði Guðrún að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira