Alcaraz fékk æðiskast og mölbraut spaðann Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 12:31 Carlos Alcaraz með spaðann, enn í heilu lagi, í leiknum við Gael Monfils. Getty Spænska tennisstjarnan Carlos Alcaraz missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar hann tapaði fyrir Frakkanum Gael Monfils í 16-manna úrslitum Cincinnati Open. Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum. Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum.
Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira