„Gríðarlega sáttur með leikinn í heild sinni fyrir utan fyrstu 15-20. Fannst við svona hálf hug- og kjarklausir, vorum mikið í löngum boltum eins og boltinn væri sjóðandi heitur. Vorum ekki að vinna seinni boltana og fannst þau móment sem við fengum, náðum aldrei að þrýsta liðinu upp og náðum aldrei að þrýsta á þá þannig þegar boltinn tapaðist hátt á vellinum þá gátu þeir spilað auðveldlega í gegnum okkur,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram.
„Fannst við ná að laga það eftir 20 mínútur af leiknum og eftir það fannst mér leikurinn vera nákvæmlega eins og við vildum hafa hann.“
„Mér hefði alveg liðið betur ef sóknarleikurinn hefði verið enn meira í gangi í dag. Fannst við geta skorað töluvert meira af mörkum, fengum fullt af mjög hættulegum og góðum færum.“
„Fórum illa með það og KR-ingarnir svo sem líka, fóru illa með sín færi. Líður eins og leikurinn hefði farið allt öðruvísi ef bæði lið hefðu verði klínískari en finnst sigurinn verðskuldaður sama hver lokastaðan hefði verið að lokum,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Þegar Vestri er búið með 19 leiki er liðið með 17 stig í 10. sæti, þremur stigum frá HK sem er í fallsæti með tvo leiki til góða. KR er í 9. sæti með 18 stig.